Verklegt námskeið: Íhlutun með aðstoð hunds, 5.-6. maí 2024

Æfingastöðin bíður í þriðja sinn upp á tveggja daga verklegt námskeið í íhlutun með aðstoð hunds. Námskeiðið fer fram dagana 5.-6. maí 2024 í Reykjadal í Mosfellsdal og kostar 45.000 kr. Einnig bíðst gestum að mæta sem áhorfendur án hunds en þátttökugjald er 22.000 kr.

Skráning á námskeið fer fram í netverslun SLF hér:  VERKLEGT NÁMSKEIÐ

Megináhersla verður lögð á verklega þjálfun hunda í æfingum sem nýtast í starfi með fólki innan heilbrigðis-, menntunar- og félagsþjónustu. Line Sandsted mun hafa yfirumsjón með þjálfun teyma ásamt Gunnhildi Jakobsdóttur, yfiriðjuþjálfa Æfingastöðvarinnar en auk þeirra verða fleiri erlendir þjálfarar með víðtæka reynslu.  

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfa innan heilbrigðis-, félags- og menntunarþjónustu og hefur áhuga á að styðjast við hunda í starfi sínu. Hvorki er gerð krafa um þekkingu og færni hunds né eiganda fyrir þátttöku á námskeiði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér á heimasíðu Æfingastöðvarinnar. 

Vinsamlegast athugið að á viðburðinum eru teknar myndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi SLF og Æfingamiðstöðvarinnar. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í netfang kristindagmar@slf.is