Fréttir

Kiwanisklúbburinn Esja gaf Reykjadal einstakt hjól í tilefni af 50 ára afmæli

Kiwanisklúbburinn Esja færði Reykjadal rafmagnshjól fyrir hjólastóla í gær í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Hjólið var afhent við formlega athöfn í Reykjadal en fyrstu gestir sumarsins komu í dalinn á miðvikudaginn.
Lesa meira

Aðalfundur Styrktarfélagsins verður haldinn 3. júní kl. 17

Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, fimmtudaginn 3. júní kl. 17:00.
Lesa meira

Gaf Reykjadal rúma milljón og fjallahjól

Í gær barst Reykjadal vegleg gjöf. 1.082.150,- kr. sem söfnuðust í golf- og hjólamótinu Palla Open. Ekki nóg með það heldur bætti Palli Líndal glæsilegu fjallahjóli við gjöfina til Reykjadals. Hörður Sigurðsson formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra veitti styrknum og hjólinu viðtöku í gærkvöldi og brunaði með það beina leið í Reykjadal. Fyrstu gestir sumarsins eru nefnilega væntanlegir í dag.
Lesa meira

Palla open: Golf- og hjólamót til styrktar Reykjadal og Hlaðgerðarkoti á Hlíðavelli 22. maí

Laugardaginn 22. maí fer fram Golf- og hjólamót á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og rennur þátttökugjaldið óskipt til Reykjadals og Hlaðgerðarkots sem Samhjálp á og rekur. Mótið er hugmynd Palla Líndal sem hefur fengið stuðning frá vinum við skipulagningu en Golfklúbbur Mosfellsbæjar styður mótið með aðstöðu og utanumhaldi. Nánari upplýsingar hér að neðan:
Lesa meira

Snjóstormur fyrstu helgina í fjölskyldufríi Reykjadals

Um helgina tóku fjórar fjölskyldu þátt í helgarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal. Helgin er sú fyrsta af sex en verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid-19.
Lesa meira

„Barnið er að gera þetta fyrir hundinn“

Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi var gestur Spjallsins með Góðvild á dögunum en viðtal við hana var birt á Vísi í dag. Gunnhildur er menntuð í notkun dýra við íhlutun og undanfarna mánuði hefur hún tekið á móti börnum í iðjuþjálfun ásamt tíkinni Skottu sem er fyrsti vottaði þjónustuhundur á Íslandi. Í viðtalinu segir Gunnhildur frá því hvernig megi nota hunda og hesta við iðjuþjálfun og talar um starfsemi Æfingastöðvarinnar og stöðu iðjuþjálfunar hér á landi.
Lesa meira

Eigum við að vera vinir? Sumarhappdrætti SLF 2021

Sala er hafin á sumarhappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Happdrættismiðarnir verða sendir í heimabanka á næstu dögum. Að venju er dregið út 17. júní. Vinningar eru stórglæsilegir eins og alltaf og allur ágóði af sölu miðanna rennur til Reykjadals.
Lesa meira

Systkinavikur á ævintýranámskeiðinu

Systkinum barna og ungmenna með fötlun og/eða sérþarfir stendur nú til boða taka þátt í ævintýranámskeiði Reykjadals á sérstökum systkinavikum. Vikurnar 19.-23.júlí og 9.-13.ágúst verða tileinkaðar systkinum sem geta upplifað ævintýri Reykjadals saman og þannig styrkt tengslin.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Sumarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal og á Húsavík

Með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu endurtökum við leikinn frá síðasta sumri og bjóðum fjölskyldum fatlaðra barna upp á sumarfrí og samveru. Mikil ánægja var meðal þeirra fjölskyldna sem tóku þátt í fyrra.
Lesa meira

Fróðleiksmoli vikunnar: Góðir skór

Starfsfólk Æfingastöðvarinnar býr yfir mikilli þekkingu á sviði sjúkra- og iðjuþjálfunar barna og ungmenna. Mikið er til af útgefnu efni, bæklingum og greinum eftir þjálfara okkar og ætlum við á næstu vikum að benda á það efni, eitt í hverri viku. Þessa vikuna er það bæklingurinn „Góðir skór“.
Lesa meira