Fréttir

Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 70 ára í dag

70 ár eru liðin frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fundurinn var vel sóttur enda samstaða um stofnun félagsins. Þörfin var augljós. Mænusótt hafði lagst á börn og þau þurftu á sérhæfðri meðferð að halda. Helsta baráttumál félagsins var að stofna miðstöð þjálfunar þar sem störfuðu sérfræðingar í hæfingu barna.
Lesa meira

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra verður 70 ára á morgun 2. mars

70 ár verða á morgun, 2. mars, liðin frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Tjarnarbíó. Af því tilefni bjóðum við skjólstæðingum okkar og velunnurum að fagna með okkur í anddyri Æfingastöðvarinnar. Afmælisdagurinn markar upphaf 70 ára afmælisársins en við höfum í hyggju að fagna með ýmiss konar uppákomum út árið.
Lesa meira

Lokað til 9:30 vegna veðurs

Æfingastöðin er lokuð til 9:30 á morgun vegna veðurs.
Lesa meira

Yfir 300 þúsund söfnuðust á góðgerðaruppboði

Í desember fóru níu Kærleikskúlur á góðgerðaruppboð hjá Gallerí Fold. Kúlurnar seldust fyrir 276 þúsund en Gallerí Fold lagði einnig önnur gjöld sem leggjast á vörurnar við uppboð inn in á Styrktarfélagið sem styrk. Því söfnuðust alls 331.200,- kr. vegna uppboðsins.
Lesa meira

Síðasti dagur Gerðar eftir 33 ára farsælt starf

Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi kvaddi í dag Æfingastöðina eftir 33 ára starf. Gerður segir tímann á Æfingastöðinni hafa verið skemmtilegan, lærdómsríkan og gefandi. Hún hafi starfað með nokkrum starfmönnum Æfingastöðvarinnar í yfir 30 ár. Gerður hefur störf hjá Tryggingastofnun ríkisins í næstu viku.
Lesa meira

Vetrarstarf Reykjadals hefur göngu sína á ný

Vetrarstarf Reykjadals hefst aftur í febrúar. Fyrsti hópurinn er væntanlegur í helgardvöl í Reykjadal 4. - 6. febrúar ásamt því að Jafningjasetrið hefur göngu sína á ný. Gestir fá sendan úthlutunarpóst mjög fljótlega. Við getum ekki beðið eftir því að fá líf og fjör í dalinn!
Lesa meira

Við leitum að iðjuþjálfa á Æfingastöðina

Æfingastöðin auglýsir stöðu iðjuþjálfa lausa til umsóknar. Á Æfingastöðinni starfar öflugur hópur iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara að því að efla þátttöku barna og ungmenna heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu.
Lesa meira

Gunnhildur ráðin yfiriðjuþjálfi

Gunnhildur Jakobsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfiriðjuþjálfa á Æfingastöðinni og tekur við 1. febrúar næstkomandi. Gunnhildur lauk Bs. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2011 og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá sama skóla 2015. Þar að auki hefur Gunnhildur lokið námi um notkun hunda við meðferðir frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi.
Lesa meira

Vinningstölur í Jólahappdrætti 2021

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021.
Lesa meira

Gleðileg jól: Lokað til 3. janúar

Skrifstofa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður lokuð á milli jóla og nýárs. Við opnum aftur 3. janúar. Starfsfólk Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Æfingastöðvarinnar óskar skjólstæðingum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira