Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Þjónustuhundurinn Skotta er meðlimur Æfingastöðvarteymisins. Hún aðstoðar Gunnhildi Jakobsdóttur iðjuþjálfa við meðferðir og hefur samstarfið gengið vonum framar.
Gunnhildur hefur lokið námi um notkun hunda við meðferðir frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi. Gunnhildur og Skotta hafa síðan í desember tekið á móti skjólstæðingum í iðjuþjálfun í aðstöðu Æfingastöðvarinnar í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Undirbúningurinn hefur verið langur en Skotta þurfti að standast skapgerðarmat og úttekt frá ICofA. Hún er því vottaður þjónustuhundur, sá fyrsti hér á landi eftir því sem við komumst næst.
Skotta hefur náð til barna og ungmenna sem annars var erfitt að ná til. Skotta og Gunnhildur taka á móti skjólstæðingum í Hafnarfirði á þriðjudögum og fimmtudögum.
Til þess að komast í iðjuþálfun á Æfingastöðinni þarf beiðni. Nánar um þjónustuferlið hér.
„Með tímanum myndar Skotta tengsl við börnin sem er fallegt að verða vitni að. Auk þess að geta gert verkefni tímans áhugaverðara þá má einnig sjá jákvæð áhrif á sjálfstraust barna þegar þeim tekst að fá stóran svartan hund til að gera hinar ýmsu þrautir og trix að þeirra beiðni. Þá hafa þau skipulagt þrautabraut sem þau stjórna henni í gegnum,“ segir Gunnhildur.
Hér má sjá dæmi um hvernig Skotta tekur þátt í tímunum með börnunum