Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Sjúkraþjálfarar aðstoða barnið við að bæta, viðhalda og nýta líkamlega færni sína svo það eigi auðveldara með að taka þátt í leik og daglegum viðfangsefnum sem hafa þýðingu fyrir það. Lögð er áhersla á náið samstarf við skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og aðra sem veita þeim þjónustu.
Á Æfingastöðinni er bæði boðið upp á einstaklingsþjálfun og hópþjálfun. Þjónustan er fyrst og fremst veitt á Æfingastöðinni en einnig fer hún fram í nærumhverfi barnsins, svo sem á leikskólum og í skólum. Sjúkraþjálfun í Klettaskóla er einnig í boði á vegum Æfingastöðvarinnar.
Sjúkraþjálfarar meta þörf barnsins fyrir þjálfun og veita aðstandendum upplýsingar um hvað er í boði fyrir barnið. Þjálfun miðar að því að gera barninu kleift að ná sem bestri hreyfifærni svo það geti notið sín í leik og starfi.
Til þess að sækja þjónustu hjá Æfingastöðinni þarf að liggja fyrir beiðni. Nánar um þjónustuferlið hér.