Karfan þín

Karfan er tóm.

Að starfa í Reykjadal

Starfsfólk Reykjadals er flest námsfólk á aldrinum 18 - 29 ára. Við viljum fá jákvætt, ábyrgðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að gera dvöl gestanna okkar ógleymanlega. 

Mikil áhersla er lögð á að þjálfun starfsfólks en það situr fræðslunámskeið í upphafi sumars. Þar fær það fræðslu og þjálfun til þess að vera undirbúið að takast á við það sem kann að koma upp. Það situr skyndihjálparnámskeið, fær fræðslu um flogaveiki, jákvæð samskipti og ýmislegt fleira.

Sækja um núna

Starfsfólk Reykjadals hefur mikil áhrif á dagskrá sumarbúðanna og er hvatt til að koma með nýjar og skemmtilegar hugmyndir.  Í Reykjadal er hugmyndafluginu sleppt lausu og haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. 

Við höfum verið afskaplega heppin með starfsfólk í gegnum tíðina. Hugmyndaríkt, duglegt, ábyrgðafullt og stundum alveg afskaplega hæfileikaríkt eins og sjá má á þessu tónlistamyndbandi sem nokkrir af starfsmönnum sumarsins 2020 gerðu undir handleiðslu Berglindar Wöhler:

 

 

Ásgeir Kristján samdi lagið / Textasmíð: Berglind, Bjarni K. og Arna Ösp / Söngvarar: Arna Ösp, Berglind, Aron Brink, Kári og Mikael Emil / Myndataka og klipping: Rewind

Við viljum meina að þetta sé skemmtilegasta sumarstarf í heimi! Við fengum Mikka sem hefur unnið hjá okkur í Reykjadal til að segja aðeins frá starfinu:

 

Smellið hér til að fylla út starfsumsókn