Karfan þín

Karfan er tóm.

Algengar spurningar

Hvar er félagið til húsa? 

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.  Sími: 535 0900. Sjá kort.

Hver er framkvæmdastjóri og hvar næ ég í hann?

Framkvæmdastjóri er Bergljót Borg, unnt er að ná í hana á skrifstofutíma í síma 535 0900.


Hverjir geta leitað til Æfingastöðvarinnar?         

Þú getur leitað til Æfingastöðvarinnar ef:
- Þú átt barn sem þarf aðstoð við að halda í við jafnaldrana í leik og  starfi.
- Þú ert með hreyfihömlun og þarft aðstoð við líkamsþjálfun og hjálpartæki.
- Þú ert með Parkinsonsjúkdóm og vilt stunda líkamsrækt í hóp undir eftirliti  reyndra sjúkraþjálfara.
- Þig vantar fræðslu, ráðgjöf eða upplýsingar um þjónustuna.
- Ef þú vilt komast í samstarf vegna hæfingar eða endurhæfingar.

Mundu að til að unnt sé að hefja þjálfun hjá Æfingastöðinni þarf beiðni frá lækni. 

Hverjir geta sótt um dvöl í Reykjadal?

Reykjadalur er opinn öllum þeim sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir vegna fötlunar sinnar. Í Reykjadal koma börn og ungmenni frá átta ára aldri, alls staðar að af landinu.

Hvert er netfang Styrktarfélagsins?

Netfangið er slf@slf.is. Netföng starfsfólks Styrktarfélagsins er að finna undir Um Styrktarfélagið, og starfsfólks Æfingstöðvarinnar undir Um Æfingastöðina.

Hvenær er opið?

Alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00