Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Á Æfingastöðinni er boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki fyrir börn og ungmenni. Þetta er sérhæfð meðferð sem sjúkraþjálfari veitir í náinni samvinnu við hestinn sem er nýttur sem tæki í meðferðinni. Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni er með réttindi til að veita slíka þjálfun og hefur haft veg og vanda af þjálfuninni og þróun hennar á Æfingastöðinni.
Um er að ræða afmörkuð námskeið sem fara fram á tímabilinu janúar til júní. Yfir sumartímann hefur verið boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki í Reykjadal í Mosfellsdal.
Sjúkraþjálfun á hestbaki getur gagnast börnum sem hafa þörf fyrir að bæta setjafnvægi, samhæfingu, styrk, göngufærni, snertiskynjun, áræðni og sjálfstraust. Þjálfari barns getur vísað í þessa þjálfun telji hann að þetta þjálfunarform geti gagnist barninu.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á Guðbjörgu.