Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Á Æfingastöðinni er boðið upp á ýmis námskeið og hópþjálfun til að börn og ungmenni fái tækifæri til að vera hluti af hóp og að virkja þátttökugleði þeirra.
Lögð er áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt námskeið og hópþjálfun sem stýrt er af iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum. Hópþjálfun er kjörin leið fyrir börn og ungmenni að æfa sig í félagslegum samskiptum og almennri hreyfifærni, m.a. fínhreyfifærni, grófhreyfifærni, líkamshreysti og fleira.
Meginmarkmið er alltaf að efla færni barnsins og stuðla að virkari þátttöku þess í sínu daglega umhverfi.
Til að eiga kost á að sækja um námskeið eða hópþjálfun á Æfingastöðinni þarf læknir að skrifa beiðni fyrir viðkomandi. Barnið fær tengsl við iðjuþjálfa og/eða sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni sem í samvinnu foreldra og barns finna og sækja um viðeigandi námskeið/hóp. Nánar um þjónustuferlið hér.
(smelltu á heiti hópsins til að lesa nánar um hann)
Hvolpar og kisur: Hópþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri (3-6 ára) þar sem lögð er áhersla á að efla gróf- og fínhreyfifærni til að auðvelda börnunum þátttöku í leik og starfi.
Ormaskopp: Hópþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri (4-6 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í hreyfileikjum með jafnöldrum.
Skólahópur: Undirbúningur fyrir upphaf skólagöngu fyrir börn á síðasta ári í leikskóla (5-6 ára). Lögð er áhersla á farsæla þátttöku í skólatengdum athöfnum.
Skólaskopp: Námskeið fyrir börn á síðasta ári í leikskóla sem þurfa stuðning við skólatengdar athafnir. Í Skólaskoppi eru börn bæði í sjúkra- og iðjuþjálfun. Börnin hafa með sér íþróttaföt og klæða sig undir handleiðslu þjálfara.
Hvatar: Námskeið fyrir einhverf börn á síðasta ári í leikskóla sem þurfa stuðning við daglegar athafnir og að vera með öðrum í hóp.
Kópar: Hópþjálfun í sundlaug fyrir börn á leikskólaaldri sem hafa þörf fyrir að bæta sjálfsöryggi og færni í vatni.
Svamlarar: Þjálfun í hóp í sundlaug. Ætluð börnum frá 0-6 ára sem eru með þroskaskerðingu og/eða hreyfihömlun.
Íþróttahópur: Hópþjálfun fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskóla (6-8 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í leik og tómstundum með jafnöldrum.
Hreyfihvöt: Hópþjálfun fyrir börn (8-11 ára) sem þurfa að efla líkamlega færni og áhuga á hreyfingu.
Líkamsrækt: Hópþjálfun fyrir börn og unglinga 11-14 ára sem þurfa á styrktar-, úthalds- og liðleikaþjálfun að halda.
Skotgröfin: Hópþjálfun fyrir stráka á aldrinum 11-14 ára sem vilja æfa styrk og úthald.
Líkamsrækt fyrir nema í framhaldsskóla: Hópþjálfun fyrir framhaldsskólanema á starfsbraut sem þurfa á styrktar-, úthalds og liðleikaþjálfun að halda.
Félagar: Námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri (8-12 ára) sem hafa áhuga á að læra aðferðir til að eiga í árangursríkum samskiptum við vini, bekkjarfélaga, liðsfélaga og fjölskyldu.
Fjörugir félagar: Námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri (7 - 8 ára) sem hafa áhuga á að læra aðferðir til að eiga í árangursríkum samskiptum við vini, bekkjarfélaga, liðsfélaga og fjölskyldu.
Ofurhugar: Námskeið fyrir börn með AHDH og foreldra þeirra sem hafa áhuga á að læra um möguleg áhrif ADHD á daglegt líf og finna leiðir til að auka þátttöku.
Snillingarnir: Námskeið fyrir börn með ADHD á grunnskólaaldri (10-12 ára) sem hafa áhuga á að læra aðferðir til að eiga í árangursríkum samskiptum við vini, bekkjarfélaga, liðsfélaga og fjölskyldu.
PEERS® námskeið - Félagsfærniþjálfun fyrir unglinga: Félagsfærninámskeið fyrir unglinga sem vilja og hafa áhuga á að læra nýjar leiðir til að eignast og viðhalda vinum.
Útivist og fjör: Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-11 ára með áherslu á félagsleg samskipti í gegnum þátttöku í leik með jafnöldrum.
Fótboltahópur: Hópþjálfun fyrir börn (4-12 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í hreyfileikjum með jafnöldrum, með áherslu á fótboltafærni.