Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Reykjadalur er staðsettur í Mosfellsdal. Ef ekið er úr Reykjavík er Vesturlandsvegurinn ekinn í gegnum Mosfellsbæ og þegar komið er út úr bænum er beygt til hægri inn á afleggjarann til Þingvalla. Reykjadalur er í fimmta botnlanga til hægri, en sá botnlangi er merktur ,,Æsustaðir" og er gegnt afleggjaranum að Mosfelli.
Smelltu hér til að fá staðsetningu í Google maps.
Umhverfið er fallegt, skammt er í fjalllendi og skemmtileg göngusvæði. Íþróttahús, sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Reiðhestar eru í næsta nágrenni og er um 10 mínútna akstur upp að Hafravatni þar sem farið er á báta.
Húsnæði rúmar allt að 35 gesti, en fjöldinn ræðst af samsetningu hópsins hverju sinni.