Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra leggur mikla áherslu á gott samstarf um málefni fatlaðra og er í samstarfi við fjölmörg félög um ýmis verkefni. Má þar helst nefna eftirfarandi:
Sjónarhóll, þjónustumiðstöð fjölskyldna barna með sérþarfir
Að Sjónarhóli- ráðgjafarmiðstöð ses. standa samtök sem láta sig hag langveikra og fatlaðra barna varða, en þau eru:
Með stofnun Sjónarhóls rættist margra ára draumur um faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða. Sjónarhóll er miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt verður að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu sem hingað til hefur verið dreifð um borg og bæi.
Sjónarhóll er umboðsmaður fjölskyldna barna með sérþarfir;
Tölvumiðstöð fatlaðra (TMF) var stofnuð að tilstuðlan svokallaðs SAFÍR hóps haustið 1985. Hún tók síðan til starfa í janúar 1987. Starfsemin lá niðri um tíma en haustið 1992 var núverandi forstöðumaður ráðinn. Félögin sem stóðu að stofnun Tölvumiðstöðvar fatlaðra mynda nú stjórn hennar. Þau eru: Blindrafélagið, Félag heyrnarlausra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands.
Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra
Fjölmennt starfar á landsvísu og er í dag staðsett á Akureyri og Selfossi, auk Reykjavíkur. Það er vilji stjórnar Fjölmenntar að auka við þjónustuna á þeim svæðum þar sem ekki hefur verið um formlega starfsemi að ræða hingað til. Það verður líklega gert með ráðgjöf og stuðningi við þær endur- og símenntunarstofnanir sem fyrir eru á viðkomandi svæðum. Þetta krefst að sjálfsögðu aukins fjármagns til starfseminnar frá ríki og sveitarfélögum.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra er aðili að Landsamtökunum Þroskahjálp. Landssamtökin Þroskahjálp hafa frá upphafi lagt höfuðáherslu á að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að unnið skuli að þeim í samráði við þá sem hagsmuna eiga að gæta. Samtökin eiga því bæði samstarf við stjórnvöld um málefni fatlaðra og berjast fyrir rétti þeirra. Þannig er leitast við að hafa mótandi áhrif á allar aðgerðir, sem stjórnvöld hafa forystu um, með það að leiðarljósi að fatlaðir njóti í hvívetna sama réttar og sömu aðstöðu og aðrir landsmenn. Árangur þessa starfs er ótvíræður og má í því sambandi nefna löggjöf um aðstoð við þroskahefta 1979 og heildarlöggjöf um málefni fatlaðra sem tók gildi 1. janúar 1984. Ennfremur endurskoðun þeirra laga sem öðluðust gildi 1. september 1992. Íslenskt samfélag á enn talsvert í land með að tryggja fötluðum viðunandi aðstoð og jafnrétti í raun.
Tilgangur ÖBÍ er:
Að vera sameiningarafl aðildarfélaganna, sem stofnuð hafa verið í þeim tilgangi að skapa fötluðu fólki betra líf.
Að vera bakhjarl félaganna við öflun þekkingar og miðlun upplýsinga til fatlaðs fólks og aðstandenda þess.
Að vera aflvaki nýrra leiða sem geta orðið fötluðum til framdráttar.
Að vinna að auknum skilningi almennings á eðli fötlunar, þörfum fatlaðs fólks og réttmætum kröfum til lífsgæða.
Að vera sameiginlegur málsvari einstaklinga og fjölskyldna sem eiga misjafnlega gott með að berjast fyrir hagsmunum sínum.
Að vera hinu opinbera ráðgefandi varðandi réttindamál fatlaðra.