Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Við erum búin að opna fyrir umsóknir sumarið 2024 - sæktu um hér
Síðustu þrjú sumur höfum við fengið tækifæri til að bjóða börnum og unglingum með ADHD, einhverfu og/eða andlegar áskoranir að koma í ævintýrabúðir Reykjadals í Háholti í Skagafirði. Stuðningur frá barna- og menntamálaráðuneytinu gerði okkur kleift að starfrækja sumarbúðirnar en stuðningurinn var veittur til að mæta félagslegum afleiðingum af Covid-19. Óvíst var hvort hægt væri að halda áfram með sumarbúðirnar sumarið 2022 en greinilegt var miðað við eftirspurn að mikil þörf er á fleiri frístundavalkostum fyrir þennan hóp og nú höldum við áfram 2023.
Hugmyndafræði ævintýrabúðanna í Háholti er sú sama og í Reykjadal. Lögð er áhersla á að allir sem þangað sækja fái að njóta sín á sínum eigin forsendum og skemmti sér í góðra vina hópi.
Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa vel starfseminni í Reykjadal. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. Það er nákvæmlega þannig sem við högum starfseminni í Háholti - með sömu gleði og jákvæðni og í Reykjadal. Starfsfólk og gestir fá svo tækfæri til að skapa sín eigin ævintýri í fallegu umhverfi í Skagafirði.
Vináttan er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar og við höfum það í huga þegar við röðum í hópa að gestir okkar geti eignast vini og séu fremstir meðal jafningja.
Við vöndum okkur við að velja fólk til að starfa í ævintýrabúðunum í Háholti og leggjum mikinn metnað í að ráða hæft og drífandi starfsfólk. Við viljum ráða ungt fólk, á aldrinum 18-28 ára en sú ákvörðun byggir á því að við viljum að Reykjadalur sé staður fullur af orku og lífsgleði. Við teljum að unga fólkið sé tilbúið til þess að leggja allt á sig til að gleðja gestina sem hjá okkur dvelja. Starfsfólk í Háholti fær sömu þjálfun og starfsfólk sumarbúðanna í Reykjadal fær en nánar má lesa um það hér.
Leitast er eftir því að hafa verð í takt við það sem kostar í aðrar sumarbúðir. Flest sveitafélög bjóða upp á að hægt sé að nýta frístundastyrkinn, nánari upplýsingar veitir Andrea Rói Sigurbjörns á reykjadalur@slf.is