Enn hvað við erum spennt að hitta sumargestina okkar 2025!
Athugið að mikilvægt er að umsóknin sé samviskusamlega útfyllt og fyrir 15. febrúar 2025.
Sumarið 2025 fá börn og ungmenni á aldrinum 8 - 20 ára úthlutaða dvöl. Eftirspurnin er mikil og biðlistar hafa verið í Reykjadal síðustu ár. Við viljum ekki að umsækjendur séu lengra en tvö ár á biðlista.
Ungmenni fædd árið 2005 og 2006 eru að koma í síðasta skipti í sumarbúðir í Reykjadal. Ungmenni fædd 2003 og 2004 geta sótt um í fullorðinsfrí Reykjadals. Þetta er liður í því að breyta aldurhópnum sem getur sótt um í Reykjadal, með það markmið að Reykjadalur séu sumarbúðir fyrir börn. Við höfum verið með frábært starf fyrir fullorðið fatlað fólk síðustu sumur og munum halda því áfram, þá núna fyrir 20 ára til 30 ára.
Raðað er í hópa í Reykjadal eftir aldri og félagslegum tengslum, því er ekki hægt að óska um dagssetningu.
Verð fyrir 9 daga dvöl er 89.000 kr, hægt er að skipta greiðslum niður sem og nýta frístundastyrk sveitarfélaganna.
Úthlutun mun fara fram fyrir 7.mars 2025 og kemur í tölvupósti.
Ef eitthvað er óljóst má hafa samband með tölvupósti á reykjadalur@slf.is eða í síma 5666234 :)