Karfan þín

Karfan er tóm.

Ormaskopp

Hópþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri (4-6 ára). Markmið þjálfunarinnar er að undirbúa börn fyrir þátttöku í fjölbreyttri hreyfingu í daglegu lífi.

Markmið:

  • Efla líkamsvitund og  grófhreyfifærni
  • Bæta þor og trú á eigin getu
  • Efla jákvæð samskipti og að fara eftir fyrirmælum
  • Að hvetja til aukinnar hreyfingar í nánasta umhverfi
  • Aukið sjálfstæði við klæðnað

Námskeiðslýsing:
Þjálfun fer fram með þrautabrautum og einföldum hópleikjum. Áhersla er lögð á grófhreyfifærni, þolæfingar og leikskilning.

Boðið er upp á foreldratíma og stutt foreldraviðtöl.

Tveir til þrír hópar eru á hvorri önn og raðað er í hópa eftir færni.

Hámark 8 börn í hverjum hópi.

Staður:
Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

Tími:
2x í viku, 45 mínútur í senn, 14-16 skipti

Námskeið á haust – og vorönn.

Umsjón:
Birna Björk Þorbergsdóttir, Jóna Guðný Arthúrsdóttir og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir sjúkraþjálfarar.

 

 

Vorið 2020 áttu nokkrir nemendur í sjúkraþjálfun að koma á Æfingastöðina í verknám. Ekkert varð af því vegna samkomubanns en nemendurnir gerðu þess í stað myndband með hugmyndum að æfingum fyrir börn. Þau Atli og Nanna gerðu æfingar fyrir Ormaskoppshópinn.