Karfan þín

Karfan er tóm.

Útivist og fjör

Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri (8-11 ára) með áherslu á félagsleg samskipti í gegnum þátttöku í leik með jafnöldrum. Á námskeiðinu fá börn tækifæri til að taka þátt í hóp undir leiðsögn iðjuþjálfa.

Á námskeiðinu fá börn tækifæri til að

  • Eiga í árangursríkum samskiptum
  • Prófa nýja iðju
  • Efla hugrekki
  • Kynnast jafnöldrum
  • Fá jákvæða upplifun af hópastarfi
  • Taka þátt í samvinnuverkefnum

Námskeiðslýsing:
Krakkarnir fá stundaskrá í byrjun námskeiðsins. Hver dagur hefur þema sem er tengt þeim verkefnum sem lögð eru fyrir á daginn. Áhersla er lögð á samvinnuleiki, hreyfileiki og spil en einnig er farið í vettvangsferðir s.s í hellaferð, klifur og ratleik um hverfið.

Í upphafi eru sett markmið með barninu og foreldrum sem eru metin í lok námskeiðsins.

Staður:
Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

Tími:
Tvær vikur, 3 klst. á dag í júní.

Umsjón:
Jónína Sigurðardóttir iðjuþjálfi.


Til baka í yfirlit hópa