Karfan þín

Karfan er tóm.

Umsóknarfrestur um sumardvöl er til 1. febrúar

Við minnum á að umsóknarfrestur um sumardvöl í Reykjadal fyrir árið 2019 er til 1. febrúar næstkomandi. 

Í Reykjadal er börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar gefið tækifæri til að njóta sumardvalar og skapa ógleymanlegar minningar. Árlega koma um 250 einstaklingar í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs.  Í Reykjadal er hugmyndafluginu sleppt lausu og þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. Lögð áhersla á það að allir fái að njóta sín á sínum eigin forsendum.

Hægt er að sækja um 6 - 13 daga dvöl. 
Börn á aldrinum 8 - 19 ára sem búa í foreldrahúsum eiga almennt rétt á 13 daga dvöl í Reykjadal. Þegar börn dvelja í fyrsta skipti í Reykjadal stendur þeim 6 daga dvöl til boða. Ungmenni á aldrinum 20 til 21 árs fá úthlutað 6 daga dvöl. Öll þau börn sem nýta sér búsetuúrræði s.s. sambýli, eiga kost á 6 daga dvöl.

Hér er hægt að fylla út umsóknareyðublað.

 

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá forstöðumanni Reykjadals, Margréti Völu Marteinsdóttur:  reykjadalur@slf.is