Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Við hjá Æfingastöðinni leitum að öflugum iðjuþjálfa í 100% starf. Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni er nauðsynleg. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á starfi með börnum.
Hlutverk Æfingastöðvarinnar er að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Iðjuþjálfar Æfingastöðvarinnar vinna með dagleg viðfangsefni sem tengjast eigin umsjá, leik, námi og tómstundaiðju. Unnið er eftir hugmyndafræði um fjölskyldumiðaða þjónustu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi í síma 535-0900 eða á gerdur@slf.is.
Æfingastöðin er sjálfstæð heilbrigðisstofnun, rekin af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Nánar um Æfingastöðina hér.