Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 og hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að velferð fólks með fötlun, þá einkum barna.
Helstu verkefni félagsins eru:
- Rekstur Æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut, þar sem fram fer umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu.
- Rekstur sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal Mosfellsbæ.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra er með þjónustusamning við ríkið um þá heilbrigðisþjónustu sem þar fer fram. Öll uppbygging á aðstöðu og þróun Æfingastöðvarinnar er í höndum félagsins sem hefur notið ómetanlegs velvilja og fjárstuðnings frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum.
Vissir þú að:
-
-
Um 1600 einstaklingar fá þjónustu iðju- og sjúkraþjálfara á hverju ári
-
-
Félagið hefur rekið sumar- og helgardvöl í Reykjadal, Mosfellsbæ frá árinu 1963
-
Árlega koma dvelja um 300 börn og ungmenni í
Reykjadal sem eiga þess ekki kost að sækja aðrar sumarbúðir vegna fötlunar.
-
Sumardvalargestir koma frá yfir 26 sveitarfélögum alls staðar að af landinu
-
Á hverju sumri eru ráðnir yfir 70 nemar úr framhaldsskólum og háskólum til starfa við sumardvalir félagsins í
Reykjadal.