Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: Órói1

Jólaóróinn 2006 - Kertasníkir

VARA ER UPPSELD. 

Jólaóróinn 2006 er Kertasníkir eftir Siggu Heimis og kvæði eftir SJÓN. 

Allur ágóði af sölunni rennur starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Jólaóróinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

Vara er ekki til sölu

KERTASNÍKIR SNÝR AFTUR

i

lausamjöll leikur um fótspor í snjó
hó! hver var hér?

var það krummi þó með skarðan skó?
var það skollan mjó með veiðikló?

hó! hver var hér?
það var sá sem hljóp í burt og hló

hó!

ii

ég náði loks heim eftir gönuhlaup
yfir harðfenni og hjarn
í nóttinni

í jarðhúsinu húktu bræðurnir tólf
við grjóthelluna loppnir
og langþreyttir
í nóttinni

þegar ég sótti fenginn í skjóðuna
fylgdu glyrnurnar hönd minni
í myrkrinu

ég lyfti djásninu hróðugur
tyllti á steinborðið
og tendraði ljós
í myrkrinu
þeir beygðu sig fram og birtust
úfinskeggjaðir - önugir
í ljósinu
ylurinn slétti úr grettunum
uns kámugir sveinarnir
kumruðu: „jólin“
í ljósinu

*

sjálfur settist ég í hellismunnann
og naut þess sem eftir var
af kertunum

ég deildi því með refnum og hrafninum
öllum þykir okkur betra
bragðið en ljósið
af kertunum

iii

hó!

ef gáirðu undir hægri vindskeið
hússins vestanmegin
sérðu krotað:

“kertasníkir var hér!”

Sjón