Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: Órói5

Jólaóróinn 2010 - Jólakötturinn

Verðán/vsk
0 kr.

VARA ER UPPSELD. 

Jólaóróinn 2010 er Jólakötturinn eftir Snæfríði og Hildigunni og kvæði eftir Þórarin Eldjárn.

Allur ágóði af sölunni rennur starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Jólaóróinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

Vara er ekki til sölu

Verðán/vsk
0 kr.

JÓLAKÖTTURINN


Jólakötturinn er kominn
á kreik.
Nú eru jól að nálgast,
nú á hann leik.

Hann skýtur upp stórri kryppu og klærnar brýnir
kötturinn sá.
Þegar jólin færast nær hann nærsýnn rýnir
og nefið rekur á kaf í íbúaskrá
og leitar að fórnarlömbum
með lúsakömbum,
að fólki því
sem fær ekki fötin ný
að fara í.

Enda er hann illa liðinn líka,
hjá landsins dætrum og sonum.
Þeir sem engum nýjum flíkum flíka
fá það hlutskipti að lenda í honum.

En hann er ekki allur
illur, köttur téður.
Nei, hann er ekki allur,
ekki allur þar sem hann er séður.
Fyrir því má færa rök
að hann sé almennt hafður
heldur betur fyrir rangri sök:

Hann vinnur á kvöldin við að flokka föt,
flikka upp á þau og stoppa í göt
og kemur þeim í notkun á ný
út um borg og bý.

Hann á
skrá
yfir þá
sem föt þurfa að fá.

Hann þekkir best
hvar þörfin er mest.

Þórarinn Eldjárn