Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Jólaóróinn 2021 er Þvörusleikir eftir hönnunarteymið Arnar&Arnar og kvæði eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur.
Allur ágóði af sölunni rennur starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Jólaóróinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.
Vara er ekki til sölu
Þvörusleikir
Þú dormar undir sænginni svífandi
milli svefnsins og vökunnar
ilmandi strokin og hrein
flekklaus
eins og fyrirætlanir þínar
þú hefur málað stórar myndir
af lífinu eins og það verður
þegar þú verður betri
þegar þú verður góð
af lífinu þegar það verður fallegt
en þú getur ekki sofnað
fyrir annarri mynd
ágengri og lokkandi mynd
af eldhúsinu þar sem enginn gætir
pottsins og þvörunnar
með heiðarlegum hælkrók
glímir þú við hann
svo hrindingum og spörkum
en aldrei er þessi órólegi hugur
óskiptur
Hann rumskar í myrkrinu
myrkur sjálfur
vekjari syndanna
rifa á auga
væta í munni
þú hefur reynt að skilja
á milli þín og hans
temja skepnuna
vernda þetta smáa
og berskjaldaða líf undir lágu þaki
hann lætur ekki segjast
hann gerir usla
aflið í þér
þvengurinn og þvaran
þagnar ekki
uns þú rankar við þér
standandi yfir pottunum
með puttana á kafi í graut
með þvöruna uppi í þér
skepnan ótamin
Kristín Svava Tómasdóttir