Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: Jolakort2024

Jólakort StLO

Verðán/vsk
2.000 kr.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár rennur allur ágóði óskiptur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur. Myndin sem prýðir jólakortið og merkispjöldin í ár er eftir Ólaf Th. Ólafsson en inni í kortinu er fallegt ljóð eftir Dag St. Ásgeirsson.

Jólakortin eru seld í pökkum með 8 kortum (13*13 cm) ásamt umslögum. 

Hægt er að fá þau heimsend eða sækja pantanir í afgreiðslu Æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13. Opnunartími er virka daga frá 8-16.

Verðán/vsk
2.000 kr.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár rennur allur ágóði óskiptur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur.  

Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna veita ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. 

Æfingastöðin er í eigu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra  sem hefur frá upphafi rutt braut og unnið dýrmætt frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var stofnun og rekstur Æfingastöðvarinnar árið 1956 og hefur síðan farið þar fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu.