Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
VARA ER UPPSELD
2 MÁLARAR eftir Erró er Kærleikskúla ársins 2003.
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.
Vara er ekki til sölu
2 MÁLARAR eftir Erró er Kærleikskúla ársins 2003.
Verkið heitir ,,2 málarar" og er úr röð verka sem Erró gerði árið 1984. Það er eins og flest verka hans byggð á tilvísunum í myndir annarra, að þessu sinni eru það verk meistaranna Picasso og Léger. Orðin þrjú "PAIX - LIBERTÉ - SOLIDARITÉ" eru boðskapur myndarinnar.
Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.