Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
ÁN UPPHAFS - ÁN ENDIS
„Orðin vísa til þess að kærleikurinn á sér hvorki upphaf né endi. ...
Hann er óskilyrtur - óendanlegur - hann er.
Eins er með fossinn - hann rennur án afláts– hann er.
Fullkomin kúla hefur hvorki upphaf né endi, á sama hátt og hnötturinn okkar, Jörðin, er ein samfelld heild.
Einn af hinum máttugu fossum landsins birtist í brothættu, svífandi listaverkinu, sem örsmáum heimi, sem aftur kallast á við og speglar alheim þar sem jörðin svífur um í ómælisgeimi.”
- Rúrí
Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.