Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
SALT JARÐAR eftir Gabríellu Friðriksdóttur er Kærleikskúla ársins 2006.
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.
SALT JARÐAR eftir Gabríellu Friðriksdóttur er Kærleikskúla ársins 2006
„Óteljandi agnir mynda landslag sem breiðir úr sér og þekur jörðina ...
Þar vaxa áferðarmiklir og kynlegir kvistir
Landslag sem mótar og nærir hin margvíslegu lífsform og andann sem innan og utan þess býr
Það er lífsvilji sálarinnar og vonin sem mynda samfélög heimsins
Að viðurkenna, varðveita og virða hið skapandi afl margbreytileikans er krydd lífsins -
SALT JARÐAR“
- Gabríela
Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.