Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
HRINGUR eftir Eggert Pétursson er Kærleikskúla ársins 2007.
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.
Vara er ekki til sölu
HRINGUR eftir Eggert Pétursson er Kærleikskúla ársins 2007
"Eftir vetur kemur vor, síðan sumar, haust og aftur vetur. Af gróðrinum lesum við framrás tímans. Sortulyngið ber blóm að vori. Blómið verður að beri sem þroskast yfir sumartímann og um haustið er berið orðið skærrautt. Lyngið dvelur undir snjónum og birtist aftur vo...rgrænt og blómgast á ný. Fræin skjóta rótum.
Lífskeðjan er óslitinn hringur."
- Eggert Pétursson
Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.