Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
ALLT SEM ANDANN DREGUR eftir Gjörningaklúbbinn er Kærleikskúla ársins 2008.
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.
Vara er ekki til sölu
ALLT SEM ANDANN DREGUR eftir Gjörningaklúbbinn er Kærleikskúla ársins 2008
Kærleikskúlan er blásin upp af því dýrmætasta sem hverri lifandi manneskju er gefið, andardrætti. Andinn í kúlunni er táknrænn fyrir hið ósnertanlega og andlega, langanir og þrár. Kúlan er kysst þremur kossum sem fela í sér tjáningu ástar, vináttu og ...þakklætis.
Kyssum hvert annað.
Gjörningaklúbburinn
Eirún, Jóní og Sigrún
Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.