Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: KULA7

Kærleikskúlan 2009 - Hreinn Friðfinnsson

 SNERTING eftir Hrein Friðfinnsson er Kærleikskúla ársins 2009.

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

Vara er ekki til sölu

SNERTING eftir Hrein Friðfinnsson er Kærleikskúla ársins 2009

Við erum í sífellu að snerta hluti sem á vegi okkar verða. Manneskjan skilur eftir sig slóð af fingraförum í gegnum lífið. Við snertum fólk og það okkur. Snerting er notuð í lækninga- og líknarskyni. Við tökum upp hluti, réttum þá öðrum, búum til hluti, breytum hlutum. Immanuel Kant sagði að hendurnar væru hinn ytri heili mannsins.

- Hreinn Friðfinnsson

 

Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.