Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Landslag eftir Rögnu Róbertsdóttur er Kærleikskúla ársins 2015.
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.
Nafn | Kærleikskúlan 2015 - Ragna Róbertsdóttir |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 8.900 kr. |
Birgðir | 8 |
Litur |
Blár
|
Nafn | Kærleikskúlan 2015 - Ragna Róbertsdóttir |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 8.900 kr. |
Birgðir | 0 |
Litur |
Rauður
|
Vara er ekki til sölu
Landslag eftir Rögnu Róbertsdóttur er Kærleikskúla ársins 2015.
Verkið kallast á við frumform jarðarinnar og orkumynstur hennar, sköpunar- og tortímingarkraftana og í raun það sem mætti kalla lífskraftinn. Ég nota sjálflýsandi plastagnirnar meðal annars sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna.
- Ragna Róbertsdóttir
Ragna Róbertsdóttir er fædd í Reykjavík 1945. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum og í Konstfack í Stokkhólmi en hún býr nú og starfar jöfnum höndum í Reykjavík, í Arnarfirði og í Berlín.
Ragna er einn fremsti listamaður landsins og hefur sýnt víða um heim. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar „Kynngikraftur“ á Kjarvalsstöðum árið 2004 er af mörgum talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna notar einkum náttúru Íslands sem efnivið verka sinna en efnin sem hún vinnur með ýmist líkja eftir eða ögra náttúrulegum mynstrum. Náttúruöflin verða áþreifanleg í „landslagi“ Rögnu þar sem þau eru tamin, löguð að ákveðnu rými og að hinu manngerða.