Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Ūgh & Bõögâr eftir Egil Sæbjörnsson er Kærleikskúla ársins 2017.
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.
Vara er ekki til sölu
Ūgh & Bõögâr eftir Egil Sæbjörnsson er Kærleikskúla ársins 2017.
Egill var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2017 en þar voru tröllin Ūgh og Bõögâr í aðalhlutverki. Svona lýsir Egill sköpun kúlunnar:
Ég fór að tala við Ūgh og Bõögâr um Kærleikskúlurnar. Þeim fannst það ROSA spennandi og vildu endilega fá að gera kúlurnar sjálfir. Þeir sögðu að þeir væru miklu betri í þessu en ég. Þeir urðu æstir og rifust síðan svo mikið um hvað ætti að vera á kúlunum að þeir festust inn í þeim. Þetta kennir manni að vera hófsamur og ekki að vera svona gráðugur eins og Ūgh og Bõögâr. Það er best að fara varlega með þessar kúlur og ekki nudda þær of mikið – og alls ekki brjóta þær því þá gætu þessi gráðugu tröll sloppið út og kannski eyðilagt jólin fyrir manni.
Egill Sæbjörnsson er fæddur í Reykjavík árið 1973 en hefur búið og starfað í Berlín frá árinu 1999. Hann lauk prófi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1997 og stundaði nám við St. Denis Háskólann í París frá 1995 til 1996. Egill er myndlistarmaður, gjörningalistamaður og tónlistamaður, allt í senn. Verk hans fjalla oft um mörk hins raunverulega og hins ímyndaða. Þau eru kómísk, frumleg og tilraunakennd en hann notar gjarnan hljóð og myndbönd til að glæða þau lífi. Egill, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir listsköpun sína, hefur sýnt víða um heim. Hann hefur gefið út bækur með verkum sínum og tónlist eftir hann hefur notið mikilla vinsælda bæði hér heima og erlendis. Egill var tilnefndur til Carnegie listverðlaunanna árið 2010 og var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2017.