Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: KULA17

[Uppseld] Kærleikskúlan 2019 - Ólöf Nordal

SÓL ÉG SÁ er Kærleikskúla ársins 2019 eftir listakonuna Ólöfu Nordal.

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

Vara er ekki til sölu

Kærleikskúla ársins 2019 heitir SÓL ÉG SÁ og er eftir listakonuna Ólöfu Nordal.

Ólöf Nordal (1961) nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, „Gerrit Rietveld“-akademíuna í Amsterdam, lauk meistaraprófi frá Cranbrook Academy of Art í Michigan og síðar meistaraprófi frá höggmyndadeild Yaleháskólans í Connecticut, í Bandaríkjunum. Árið 2005 hlaut hún hin virtu „Richard Serra“-verðlaun. Ólöf er höfundur margra útilistaverka og minnisvarða á opinberum vettvangi, má þar nefna Geirfuglinn í Skerjafirði, Vitid ér enn - eda hvat? í anddyri Alþingishússins, Bríetarbrekku við Þingholtsstræti og umhverfislistaverkið Þúfu á Granda. Verk Ólafar eru iðulega sprottin úr heimi þjóðsagna og þjóðtrúar.. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðarinnar á eftirnýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotunum sem spegla aftur til fortíðar. Ólöf leikur sér gjarnan með hugmyndafræði söfnunar og framsetningu á sýnum, og teflir einnig fram því afskræmda sem fellur utan flokkunarkerfa.