Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: KULA18

Kærleikskúlan 2020 - Finnbogi Pétursson

Verðán/vsk
10.900 kr.

ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson er Kærleikskúla ársins 2020. 

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

 

Verðán/vsk
10.900 kr.

Kærleikskúlan ÞÖGN hefur að geyma hljóðupptöku á segulbandi. Svona lýsir Finnbogi verkinu: 

Kærleikskúlan geymir augnabliks þögn – eina sekúndu á metra löngu segulbandi. Upptakan er gerð á Arnarstapa sumarið 1986 milli klukkan þrjú og fjögur að nóttu. Þarna hitti ég stundina þegar allt þagnar; fuglarnir, sjórinn, vindurinn, rollurnar – flugurnar. Stundina þegar náttúran endurstillir sig, verður hljóð og nýr dagur rennur upp.
- Finnbogi Pétursson

 

Finnbogi Pétursson hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra listamanna og er brautryðjandi á sínu sviði myndlistarinnar. Hann hefur haldið tugi sýninga um allan heim og var fulltrúi Íslands í Feneyjatvíæringnum árið 2001. Hljóð hefur verið meginefniviðurinn í myndlistinni frá upphafi. Skynjunin er Finnboga hugleikin, hann leikur sér með mörk sjónar og heyrnar og gjarnan svo að hið ósýnilega verður sýnilegt. Í innsetningum hans, oft alltumlykjandi, verða nærstaddir að þátttakendum sem hafa áhrif á verkið á sama tíma og þeir upplifa ljós- og hljóðbylgjur á nýjan hátt.