Kærleikskúla ársins 2024 verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn 4. desember n.k. Sölutímabilið stendur frá 5.-20. desember en tekið er á móti forpöntunum frá 27. nóvember.
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.