Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: órói10

Jólaóróinn 2015 - Skyrgámur

Verðán/vsk
5.500 kr.

Jólaóróinn 2015 er Skyrgámur eftir Steinunni Sigurðardóttur og kvæði eftir Sigurð Pálsson. 

Allur ágóði af sölunni rennur starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Jólaóróinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

Verðán/vsk
5.500 kr.

SKYRGÁMUR 

Hvítt allt er hvítt
Alhvít jörð
hungrið alhvítt

Ég og bræður mínir
og foreldrarnir furðulegu
öll jafn svöng á leið til byggða
Dreymir um alls konar mat
Mig dreymir bara um skyr
alltaf bara skyr skyr skyr

Hvítt allt er hvítt
Ég geng svangur
áfram og áfram
Hugsa ekki um neitt
nema hvítt og meira hvítt skyr

Alhvít jörð
hungrið alhvítt
Vil ekki þennan snjó
vil ekki þetta hungur
vil bara skyr

Dýrð og dásemd!
Ég er kominn
að fremsta bænum í dalnum
Finn hvernig munnvatnið seytlar
Beint í skyrið beint í skyrið!
Skyr skyr skyr!

Hvítt allt er hvítt
Dýrð og dásemd!
ég er saddur

Veröldin er skyr
ég er Skyrgámur
allt til enda veraldarinnar

Sigurður Pálsson