Karfan er tóm.
*Varan er uppseld.
Árið 2006 bjó Eva Þengilsdóttir til karakterinn Hvata hvolp fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Hvati er teiknaður af Kára Gunnarssyni. Hvati er fundvís á skemmtilega leiki og æfingar og þó að gangi misvel veit hann að það borgar sig að gefast ekki upp – heldur gera sitt besta. Hann kann alls konar hundakúnstir – hann veltir sér, teygir sig, beygir og hneigir.“
„Hæ! Ég heiti Hvati og bý á Æfingastöðinni.“
Hvati hvolpur hefur verið framleiddur sem handbrúða (tuskudýr) og er fáanlegur með vaxtarstiku og æfingum ásamt upplýsingum um hreyfiþroska ungbarna. Efnið er unnið af Evu og tveimur af sjúkraþjálfurum Æfingastöðvarinnar þeim Áslaugu Guðmundsdóttur og Þorbjörgu Guðlaugsdóttur.
Eva skrifaði bókina Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin, sem kom út hjá Máli og menningu fyrir jólin 2012. Bókin er myndskreytt af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.
RÚV gerði nokkra stutta þætti upp úr bókinni um Hvata og voru þeir sýndir í Stundinni okkar vorið 2013.
Skemmtilegar þrautir og verkefni hafa verið birt í Barnablaði Morgunblaðsins. Hér að neðan má finna þessi skemmtilegu verkefni ásamt myndum af Hvata.
|
|
|
|
|
|