Karfan þín

Karfan er tóm.

Ævintýrameðferð á vegum Æfingastöðvarinnar

Ævintýrin voru á hverju strái í Belgíu
Ævintýrin voru á hverju strái í Belgíu

Dagana 30.október - 6.nóvember fór hópur á vegum Æfingastöðvarinnar til Belgíu á vit Ævintýra.

Hópurinn sem kallast Ævintýrahópur samanstendur af 10 íslenskum unglingum á aldrinum 14-18 ára, þremur iðjuþjálfum sem starfa á Æfingastöðinni og einum sálfræðing sem er sjálfboðaliði í verkefninu.

Ferðin til Belgíu var seinni liður í ungmennaskiptaverkefni við belgísk ungmenni en belgíski hópurinn kom til Íslands nú í sumar.

 

Ferðalagið gekk vel og brallaði hópurinn ýmislegt s.s. klettaklifur,flekagerð, hellaferð, svo eitthvað sé nefnd. 

Íslensku ungmennin voru afar ánægð með ferðina og sumir gengu svo langt að lýsa upplifun sinni sem bestu vikum lífs síns!


Það gleður okkur hér á Æfingstöðinni að ánægja með meðferðina hafi verið jafn mikil og raun bar vitni og er það von okkar að við getum haldið áfram að bjóða upp á þetta meðferðarform.