Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Ævintýrameðferð sem Sæunn Pétursdóttir og Jónína Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfar á Æfingastöðinni skipulögðu var á dögunum valin besta verkefnið í æskulýðshluta afmælishátíðar Erasmus +. Alda Pálsdóttir þáverandi iðjuþjálfi á Æfingastöðinni og Auðun Valborgarson sálfræðingur voru einnig leiðbeinendur í meðferðinni.
Ellefu ungmenni á aldrinum 14-18 ára með félagslega erfiðleika tóku þátt í verkefninu. Markmið ævintýrameðferðarinnar var að veita þátttakendum upplifun sem gæti haft jákvæð áhrif á félagslega færni þeirra, sjálfstraust og færni til að takast á við erfiðar aðstæður í daglegu lífi.
Verkefnið var unnið í samstarfi við samskonar hóp í Belgíu og heimsóttu belgísku ungmennin þau íslensku og öfugt. Ævintýrameðferðin var styrkt af Erasmus + en verkefnið stóð yfir í alls átta mánuði.