Karfan þín

Karfan er tóm.

Afhending afraksturs jólakortasölu StLO til SLF

Á myndinni eru Guðmundur Eiríksson stórsír Oddfellowreglunnar, Bergljót Borg framkvæmdastjóri SLF, E…
Á myndinni eru Guðmundur Eiríksson stórsír Oddfellowreglunnar, Bergljót Borg framkvæmdastjóri SLF, Eyrún Þóra Guðmundsdóttir útgáfunefnd StLO, Ari Sigurfinsson form. útgáfunefndar StLO og Heiðar Friðjónsson form. StLO.


Þann 6. janúar sl. afhenti Oddfellowreglan á Íslandi Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, afrakstur jólakortasölu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa sem nam 2,4 mkr. Þá seldi SLF nokkuð magn af jólakortum og merkispjöldum og rennur sá afrakstur beint til Æfingastöðvarinnar. 
 

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár rennur allur ágóði óskiptur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur. Myndin sem prýðir jólakortið og merkispjöldin í ár er eftir Ólaf Th. Ólafsson en inni í kortinu er fallegt ljóð eftir Dag St. Ásgeirsson. 

Sjá nánar hér: https://www.slf.is/is/vefverslun/index/namskeid-adrar-vorur/jolakort-og-merkimidar-stlo