Karfan þín

Karfan er tóm.

Dansmaraþon 2024

Dansmaraþon 2024
Dansmaraþon 2024

Dönsum saman fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Laugardaginn 25. maí næstkomandi fer fram dansmaraþon í annað skipti á Íslandi. Í ár mun viðburðurinn eiga sér stað í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.
 
 
Dansmaraþon er góðgerðarviðburður þar sem fólk með mismunandi líkamlega hreyfigetu og upplifanir hittist á dansgólfinu og dansar saman fyrir jöfnum tækifærum. Maraþonið fagnar fjölbreytileika í dans- og hreyfimenningu. Við viljum að dans sé fyrir alla óháð líkamlegri hreyfigetu. Þess vegna bjóðum við öllum að koma og dansa með okkur til styrktar góðu málefni. Söfnunin fer fram með þátttökugjaldi og frjálsum framlögum fyrir góðgerðarstarfsemi sem vinna í þágu fólks með skerta hreyfigetu. Í ár rennur allur ágóði óskiptur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þátttakendur og stuðningsaðilar geta valið mismunandi þátttökugjald eftir getu. Einstaklingar og fyrirtæki geta einnig stutt við viðburðinn og félagið með þátttökugjaldi hér.
 
Maraþonið varir í 6 klukkustundir, frá kl. 11-17. Markmiðið er að þátttakendur haldi dansinum gangandi á meðan á maraþoninu stendur eða eins lengi og geta hvers og eins leyfir. Dansmaraþonið fer fram í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7, laugardaginn 25. maí, kl. 11-17.
Miðasala fer fram í netverslun SLF: https://www.kaerleikskulan.is/.../products/dansmarathon
 
Dansmaraþonið er haldið í samstarfi við Sõltumatu Tantsu Lava (STL), List án landamæra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Listasafn Íslands, og Dansverkstæðið.
 
Öll velkomin.