Karfan þín

Karfan er tóm.

Einstaklingur safnar fé í okkar nafni á fölskum forsendum.

Okkur barst tilkynning um að aðili sem er ekki á okkar vegum hafi verið að safna fé í okkar nafni á fölskum forsendum. Alla okkar fjáröflun má tengja starfsemi okkar og bankareikningar eru allir á okkar kennitölu. Einstaklingar eru ekki að safna fé í okkar nafni. Okkar fjáröflunarleiðir eru sala Kærleikskúlu, Jólaóróa, happdrætti og mánaðarlegir styrkir til Vina Reykjadals. Við hvetjum fólk til að gefa ekki upp kortanúmer ef símtal eða tölvupóstur er grunsamlegur.
 
Við tilkynnum aðila sem safna fé í okkar nafni á fölskum forsendum til lögreglu.