Hugmyndabanki um nýtt nafn SLF
Um nokkurt skeið hefur staðið til að aðlaga nafn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að breyttum hugmyndum um fötlun og útvíkkaðri starfsemi félagsins.
Félagið leitar nú að nýju nafni sem er einkennandi fyrir hlutverk þess en fangar um leið þann frumkvöðlakraft sem býr í kjarna félagsins. Sem rótgróin félagasamtök í þágu almannheilla og farsældar barna, er það félaginu mikilvægt að leita til fólksins í landinu sem hefur staðið þétt við bakið á því og sýnt starfsemi þess ómælda velvild í gegnum tíðina. Við biðjum þig að leggja okkur lið í leitinni að nýju nafni!
Markmið félagsins er að efla þátttöku barna í samfélaginu með áherslu á tækifæri fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningarlífi, lifa öruggu og heilbrigðu lífi, rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Nánari kynningu um félagið, gildi þess og framtíðarsýn má finna hér.