Karfan þín

Karfan er tóm.

Einstök ferð í sumarbúðirnar í Ågrenska

Hópurinn á Keflavíkurflugvelli á leiðinni út
Hópurinn á Keflavíkurflugvelli á leiðinni út

Í síðustu viku héldu þeir Árni, Dagur Steinn, Hjörleifur, Hermann, Hrannar, Haukur og Ísar Nói sem allir hafa komið til okkar í sumarbúðirnar í Reykjadal til Gautaborgar þar sem þeir heimsóttu sumarbúðirnar í Ågrenska. Með í för voru sjö starfsmenn Reykjadals, Kári, Elli, Óli, Óðinn, Arnór, Ægir og Andrea en hópurinn fékk styrk frá Erasmus+ til ferðarinnar.

Hópurinn skemmti sér konunglega og aðstaðan í Ågrenska var til fyrirmyndar. Ferðinni var meðal annars heitið í Tívolíið í Liseberg þar sem flestir tóku „salíbunu“ í rússíbananum, aftur og aftur. Ferðalangarnir sýndu gestum og starfsfólki Ågrenska einnig hvernig á að halda kvöldvöku að hætti Reykjadals, en myndband af því má sjá á Instagramsíðu Reykjadals.

Hópurinn var duglegur að birta myndir á Instagram, en þær má sjá hér:

 

 
 
 
View this post on Instagram

Rosalegur dagur í Ågrenska sumarbúðunum!