Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Í gær barst Reykjadal vegleg gjöf. 1.082.150,- kr. sem söfnuðust í golf- og hjólamótinu Palla Open. Ekki nóg með það heldur bætti skipuleggjandi mótsins, Palli Líndal, glæsilegu fjallahjóli við gjöfina til Reykjadals. Hörður Sigurðsson formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra veitti styrknum og hjólinu viðtöku í gærkvöldi og brunaði með það beina leið í Reykjadal. Fyrstu gestir sumarsins eru nefnilega væntanlegir í dag.
Golf- og hjólamótið Palla Open fór fram á laugardaginn. Mótið er hugmynd Palla Líndal sem skipulagði mótið með hjálp vina og styrktaraðila. Golfklúbbur Mosfellsbæjar lánaði Hlíðavöll og sá um skráningu og utanumhald í tengslum við mótið, án nokkurs endurgjalds. Dinenout Iceland gaf veglega vinninga ásamt fjölda fyrirtækja. Söfnunarfé mótsins var skipt á milli Hlaðgerðarkots sem Samhjálp á og rekur og Reykjadals, en bæði eru staðsett í Mosfellsdal.
Hér eru dæmi um vinningsgjafir sem fyrirtæki gáfu til málefnisins:
Fyrirtæki | Vinningar |
Hekla | Teiggjafir |
Innnes | Gjafakörfur |
Innnes | Gjafakörfur |
Bílanaust | Gjafir |
Lýsi | Gjafakörfur |
Iðnú | Gjafabréf |
OJK | Gjafakörfur |
Hreint | Gjafakörfur |
MS | Ostakörfur |
Sómi | Gjafabréf |
Barion | Gjafabréf |
Minigarðurinn | Gjafabréf |
Halldór Jónsson | Gjafir |
AB varahlutir | Gjafir |
Tæknivörur | Heyrnatól |
Subway | Gjafabréf |
Verslunartækni | Gjafir |
Margt Smátt | Gjafir |
Diner Out | Gjafabréf |
Garri | Gjafakörfur |
Lyfja | Gjafir |
Mosfellingur varpaði verðlaunaafhendingunni sem fór fram í gær á Facebooksíðu Mosfellings: