Karfan þín

Karfan er tóm.

Fjölskyldufrí Reykjadals 2024 - opið fyrir umsóknir til 25. apríl.

Fjölskyldufrí Reykjadals 2024
Fjölskyldufrí Reykjadals 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Fjölskyldufrí Reykjadals 2024. Tímasetningar í boði: 16.maí - 19.maí 2024 og 30.maí - 2.júní. Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 25. apríl.

Sækja um Fjölskyldufrí Reykjadals

 

Fjölskyldufrí Reykjadals 2024

Með stuðningi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu endurtökum við leikinn og bjóðum fjölskyldum fatlaðra barna upp á frí og samveru. Mikil ánægja hefur verið meðal þeirra fjölskyldna sem tóku þátt með okkur í Húsavík, Vík í Mýrdal og Stykkishólmi. Draumur SLF er að festa þessa mikilvæga verkefni í sessi fyrir fjölskyldur fatlaðra barna á Íslandi.

Fjölskyldufrí Reykjadals er tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur fatlaðra barna að fara saman í frí, fá stuðning og tengjast fleiri fjölskyldum. Í ár fá fjölskyldur þeirra barna á aldrinum 2 - 12 ára forgang sem hafa ekki komist í sumarbúðirnar Reykjadals vegna aldurs eða stöðu á biðlista. En við hvetjum öll áhugasöm að sækja um. Takmarkaður fjöldi plássa er í boði og best að sækja um sem fyrst.

Starfsfólk frá Reykjadal verður til staðar að aðstoða með öll þau börn sem taka þátt. Gert er ráð fyrir að dvölin sé þrjár nætur, fimmtudag til sunnudag. Á hótelinu eru góð fjölskylduherbergi og gott rými. Um 5-6 fjölskyldur koma saman í hvor helgina.

Í ár bjóðum við upp á frí með sumarblæ í Reykholti í Borgarfirði, á frábæru hóteli og stutt er í marga afþreyingu. Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi verður í boði, allt frá heitum laugum yfir í ævintýrlega útiveru. Reykjadals-stemningin mun ráða ríkjum og auðvitið verður boðið upp á kvöldvökur.

Kostnaður:  30.000 kr. fyrir fullorðna, 15.000 kr. fyrir 6-17 ára og frítt fyrir 0-5 ára. Innifalið í verði er gisting, afþreying og allur matur.

StaðsetningFosshótel Reykholt - stutt í alla þjónustu og um 30 mínútu keyrsla frá Borgarnesi.

Tímasetningar í boði: 16. maí - 19. maí og 30. maí - 2. júní.

Umsóknarfrestur er 25. aprílog úthlutað verður strax 26.apríl. Takmarkaður fjöldi plássa er í boði og best að sækja um sem fyrst.

 

Verkefnið er fjármagnað af félags og vinnumarkaðsneytinu með það markmið að tengja saman fjölskyldur fatlaðra barna. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra ber ábyrgð á verkefninu.