Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Líkt og síðustu þrjú ár stendur fötluðu fólki á aldrinum 21-35 ára til boða að koma í sumarfrí að hætti Reykjadals. Verkefnið er styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu líkt og fyrri ár.
Að þessu sinni er verður boðið upp á fjögurra nátta dvöl í ágúst og september. Þetta er því tækifæri til að lengja sumarfríið og skella sér í síðsumarfrí þar sem Reykjadalsstemningin verður ríkjandi, óvissuferðir, kvöldvökur og fleira skemmtilegt.
Í ár ætlum við að nýta okkur aðstöðuna okkar í Skagafirði og Mosfellsdal. Umsækjendum er raðað niður í hópa eftir aldri og félagstengslum og verða hóparnir ýmist í Skagafirðri eða Mosfellsdal og verðum því á heimavelli. Við höfum síðustu ár leigt út hótel, Hótel Heklu og Geo hótel. Flest sem sækja um hafa komið í sumarbúðirnar Reykjadal sem börn og ungmenni og því verða margar minningar rifjaðar upp og mikil notalgía í loftinu.
Fyrir þau sem fara í Skagafjörðinn þá eru heimsótt söfn, náttúrulaugar og sundlaugar á Norðurlandi. Farið er í dagsferð til Hofsósar og Akureyrar í Skógarböðin og Kjarnaskóg. Þau sem koma Í Mosfellsdalinn fara í dagsferðir á skemmtilega staði í nágrenni höfuðborgarinnar.
Umsóknarfrestur er 10. júlí 2023 og munum við svara öllum umsóknum viku seinna þann 17.júlí.
Nánari upplýsingar má finna á umsóknarforminu.
Það má heyra í forstöðufólki í síma: 6968321 eða í gegn um reykjadalur@slf.is
Við erum þvílíkt spennt að hitta Reykjadalskempurnar okkar í sumar.
Sækja um hér