Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Kolbrún Kristínardóttir, yfirsjúkraþjálfari á Æfingastöðinni, fjallar um mikilvægi náttúrunnar í uppvexti barna og hvernig útivera og hreyfing geti verið skemmtilegur hluti af samverustundum fjölskyldunnar. Ekkert skráningargjald er tekið fyrir þátttöku en staðfesta skal þátttöku á Abler. Öll velkomin - frítt inn!
Samvera fjölskyldunnar hefur mikið forvarnargildi og lífsstíll foreldra hefur forspárgildi fyrir heilsu barna okkar síðar í lífinu. Upplifanir í náttúrunni geta skapað sterkari tengsl og dýrmætar minningar sem haldast lífið út. Hreyfing og útivera hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar allra og fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að heilsutengdur ávinningur af því að hreyfa sig úti sé margfaldur á við það að hreyfa sig inni.
Kolbrún Kristínardóttir er mikil áhugamanneskja um útilíf og heilsu og hefur leitt skipulagðar fjölskyldugöngur og fræðslu um málefnið víðsvegar, nú síðast með erindinu „Af hverju að vera inni þegar vonin er úti?" á Læknadögum undir yfirskriftinni - Lækningamáttur hreyfingar í daglegu lífi. Kolbrún lauk B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2006 og meistaraprófi frá Háskólanum í Lillehammer 2016. Hún hefur starfað sem yfirsjúkraþjálfari á Æfingastöðinni frá 2020.
Upplýsingar:
Fimmtudagur 20. mars kl. 16:30 – 17:30
Háaleitisbraut 13, 4. hæð
Ekkert skráningargjald er tekið fyrir þátttöku en staðfesta skal þátttöku á Abler.
Öll velkomin - frítt inn!