Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Á dögunum barst Æfingastöðinni gjöf frá Sölku Rut sem hefur komið á Æfingastöðina í þjálfun síðastliðin 4 ár. Hún gaf Playpak æfingasett. „Þetta sett pöntuðum við á sínum tíma að utan en það er framleitt af Firefly sem sérhæfir sig í barnavörum fyrir börn með fatlanir. Playpakið styður við börn sem eiga erfitt með setu og gefur ýmsa möguleika á æfingum til að styrkja búkinn,“ segir Harpa Rut, móðir Sölku Rutar, í færslu á Facebook.
Okkur þykir svo vænt um ummælin í færslunni að við megum til með að deila henni. Takk fyrir falleg orð og takk fyrir þessa frábæru gjöf.
Í gær fórum við eins og svo oft áður í sjúkra- og iðjuþjálfun á Æfingastöðinni (Styrktarfélag fatlaðra og lamaðra). Getum ekki dásamað þennan stað nóg en Salka hefur verið í þjálfun þarna í rúm 4 ár eða frá 10 mánaða aldri. Við höfum verið svo lukkuleg að hafa alltaf sömu sjúkra- og iðjuþjálfana, þær Ásu og Valrós, og hafa þær reynst okkur frábærlega í öllu er varðar æfingar, teygjur, hjálpartæki og ráðleggingar um allt mögulegt! Þær hafa aðlagað æfingarnar algjörlega í kringum getu Sölku Rutar hverju sinni og hafa alltaf haft það að leiðarljósi að láta henni líða vel, en það er það sem skiptir mestu máli þegar á botninn er hvolft! Til að þakka fyrir okkur gáfum við Æfingastöðinni Playpak æfingasettið hennar Sölku. Þetta sett pöntuðum við á sínum tíma að utan en það er framleitt af Firefly sem sérhæfir sig í barnavörum fyrir börn með fatlanir. Playpakið styður við börn sem eiga erfitt með setu og gefur ýmsa möguleika á æfingum til að styrkja búkinn. Salka gat því miður aðeins notað þetta sett mjög tímabundið en það kom að góðum notum engu að síður. Manni líður vel að geta gefið smá til baka og vonandi mun settið gagnast fleiri börnum