Karfan þín

Karfan er tóm.

Gestaráð Reykjadals - Sæktu um!

Ert þú gestur í sumarbúðum Reykjadals? Langar þig að koma með hugmyndir sem gætu gert Reykjadal að enn betri stað?
 
Síðustu ár með gestaráðinu hafa verið svo skemmtileg og hefur ráðið tekið að sér fjölbreytt verkefni. Afhent kærleikskúluna, komið með hugmyndir að betri Reykjadal, haldið erindi á starfsmannanámskeiði Reykjadals og tekið á móti styrkjum. Við leitum að fjölbreyttum hópi barna og ungmenna til þess að koma með hugmyndur um framtíð Reykjadals. Starfsfólk Reykjadals verða á staðnum og hvetjum við því öll að sækja um óháð stuðningsþörf. 
 
Helstu hlutverk ráðsins eru: 
- Vera ráðgefandi fyrir stjórn Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og starfsfólk Reykjadals.
- Taka þátt í verkefnum í samstarfi við starfsfólk Reykjadals.
- Vinna að verkefnum og hugmyndavinnu sem stuðla að bætingu sumarbúðanna.
 
Við leitum að fjölbreyttum hópi barna og ungmenna til þess að
koma með hugmyndur um framtíð Reykjadals. Starfsfólk Reykjadals verða á staðnum og hvetjum við því öll að sækja um óháð stuðningsþörf. Stefnan er að hittast einu sinni í mánuði.
 
Skráðu þig hér ef þú vilt vera með! Skráning í gestaráð