Karfan þín

Karfan er tóm.

Grunnnámskeið: Íhlutun með aðstoð hunds, 23-24. apríl 2023

 

Íhlutun með aðstoð hunds má skilgreina sem hvers konar íhlutun: kennsla, þjálfun, ráðgjöf eða athafnir þar sem stuðst er við hund með það að markmiði að ýta undir líkamlega heilsu, sálfélagslega heilsu eða menntun barna og fullorðinna. Íhlutun með aðstoð dýra hefur verið veitt á Æfingastöðinni í tæpa tvo áratugi. Lögð er rík áhersla á að starfsfólk sem veitir slíka þjónustu hafi þekkingu og menntun á sviðið íhlutunar með aðstoð dýra til þess að hægt sé að tryggja öryggi skjólstæðinga og velferð dýranna. Stofnunin auglýsir nú námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að styðjast við hund í sínu starfi. Um er að ræða tveggja daga verklegt grunnnámskeið þar sem kynntar verða og kenndar aðferðir við þjálfun hunda.

Námskeiðið veitir ekki réttindi á sviði íhlutunar með aðstoð hunds heldur er ætlunin að gefa þátttakendum innsýn í verklega þjálfun hunda. Námskeiðið sem um ræðir er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Aðalkennari er Line Sandstedt sem kemur frá International Center of Antrhozoology (ICofA) og er ICofA aðili að International Association of Human Animal Interaction (IAHAIO). Dagana fyrir námskeiðið fer fram skapgerðarmat á hundum er nefnist PADA (Personality Assessment of Domesticated Animals) sem er ætlað að meta hentugleika hunda til áframhaldandi þjálfunar innan AAI.

 

Námskeiðslýsing
Á námskeiðinu er farið yfir fræðilegan bakgrunn fyrir íhlutun með aðstoð hunda í starfi með fólki og kynntar þjálfunaraðferðir sem notaðar eru til þess að undirbúa hunda fyrir slíkt starf. Auk þess segir fagfólk sem styðst við hund í starfi frá reynslu sinni. Mestur hluti námskeiðsins er verkleg þjálfun á grunnfærni hundanna til að nýta í starfi innan heilbrigðisstofnana, í félagsþjónustu og í skólum.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • hugmyndafræðilegan bakgrunn íhlutunar með aðstoð dýra
  • viðurkenndar leiðir við þjálfun hunda sem ætlaðir eru í slíkt starf
  • velferð hunda og öryggi skjólstæðinga
  • verklegar æfingar: motta - höfuð í kjöltu - slökun og sjálfsstjórn - trýni í lófa

 

Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfa innan heilbrigðis-, félags- og menntunarþjónustu og hefur áhuga á að styðjast við hunda í starfi sínu. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði eru 20 teymi eigenda og hunda. Einnig er boðið upp á nokkur pláss fyrir áhorfendur án hunds.

Hvorki er gerð krafa um þekkingu og færni hunds né eiganda fyrir þátttöku á námskeiði.

 

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

SKRÁNING FER FRAM HÉRSkráningarfrestur á námskeiðið er 10. apríl 2023. Greiðsluseðlar verða sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. fimm dögum fyrir námskeið.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á gunnhildur@slf.is.

Æfingastöðin áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.

Námskeið: 2 dagar

  • með hundi 30.000 kr.
  • áhorfandi án hunds 16.000 kr. (áhugasamir hafið samband í netfang: gunnhildur@slf.is)

Ekki er boðið upp á mat en kaffi og te verður á staðnum.

 

Umsjón

Line Sandstedt, deildastjóri kennslu ICofA, hundaþjálfari, skapgerðarmatsdómari og sérkennari.

Gunnhildur Jakobsdóttir, iðjuþjálfi og formaður Hjálparhunda Íslands. Er ásamt hundi sínum vottað teymi frá ICofA.

Auður Björnsdóttir, hjálpar- og leiðsöguhundaþjálfari.

Valgerður Stefánsdóttir, sérkennari og uppeldis- og menntunarfræðingur. Er ásamt hundi sínum vottað teymi frá ICofA.

 

Staður: Reykjadalur í Mosfellsbæ 

Tími: 23. og 24. apríl 2023, klukkan 10:00-16:00 báða daga. Samtals 12 klukkustundir.

 

Námskeiðið er fast í formi og gefst ekki tækifæri á einstaklingsþjálfun og/eða ráðgjöf. Hins vegar geta áhugasamir haft samband við Line Sandstedt (line@dyrebaromsorg.no) og bókað einkatíma að loknu námskeiði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Gunnhildur Jakobsdóttir yfiriðjuþjálfi (gunnhildur@slf.is