Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Gunnhildur Jakobsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfiriðjuþjálfa á Æfingastöðinni og tekur við 1. febrúar næstkomandi. Gunnhildur lauk Bs. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2011 og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá sama skóla 2015. Þar að auki hefur Gunnhildur lokið námi um notkun hunda við meðferðir frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi.
Gunnhildur hóf störf hjá Æfingastöðinni árið 2017. Áður starfaði hún sem iðjuþjálfi á barna og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem aðstoðarmaður rannsókna við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Gunnhildur tekur verið starfi yfiriðjuþjálfa af Gerði Gústavsdóttur sem hefur verið yfiriðjuþjálfi á Æfingastöðinni frá árinu 2001. Gerður hóf störf á Æfingastöðinni árið 1987 og hefur Æfingastöðin því notið starfskrafta hennar í áratugi. Við þökkum Gerði fyrir frábært starf og óskum henni alls hins besta.